Tjútjú!! Lestin er lögð af stað!

0
1690

Sko tjútjú Bahcelor nation! Lestin er lögð af stað og ég er að segja ykkur að þetta season verður veisla fyrir augað! ÞVí meira drama, því mun betra partý fyrir okkur áhorfendurna.

Image result for colton underwood gif

Colton er maðurinn sem ber ábyrgð á öllum hjörtunum í þetta sinn, og ég hef alltaf verið Colton fan. Það voru skiptar skoðanir þegar tilkynnt var hver ætti að halda þessu seasoni uppi, en ég er ein af þeim sem hef fulla trú á Colton.

EKki bara er hann fjallmyndarlegur, heldur virkar hann svo ofboðslega ljúfur og einlægur á mig með bros sem bræðir. Sko nákvæmlega þessi lýsing verður að vera á þeim sem er Piparsveininn. Hann þarf að ná að bræða mann í gegnum skjáinn. Hann verður að ná að heilla mann upp úr skónum sem áhorfanda.

Arie gerði það t.d ekki hjá mér. Seasonið þar sem Arie var the bachelor var alveg óþolandi, en það var vegna þess að ég náði ekki að tengjast honum tilfinningalega. En ég get líka alveg sagt ykkur að í dag eeeelska ég Arie og Lauren, og eru þau einmitt að ganga í það heilaga í dag á Hawaii. ….en ok stopp. Spólum aðeins tilbaka :,,ég náði ekki að tengjast honum tilfinningalega” LOL!!! Þið sem eruð Bachelor fans vitið nákvæmlega hvað ég meina. Hinir hugsa með sér :,, ok Eva Ruza is going loco”

En hver er Colton?

Colton er fæddur á því herrans ári 1992 og er fyrrum NFL leikmaður. Ég segi fyrrum, því eins og svo margir slasaðist hann og draumurinn um NFL var búinn.

Colton er mikill fjölskyldumaður og rekur hann góðgerðarsamtök til styrktar börnum sem þjást af Cyctic fibrosis, sem er kallað á íslensku slímseigjusjúkdómur. Það er meðfæddur og arfgengur sjúkdómur sem litla frænka hans þjáist af. Sjúkómurinn leggst fyrst og fremst á lungu og meltingarfærin og þurfa börn sem greinast með hann að taka lyf alla sína ævi. Samtökin hans leita úrræða og safna fyrir hinum ýmsu tækjum sem nýtast sjúklingum.

Eitt sem hefur verið margumtalað um Colton er sú staðreynd að hann er hreinn sveinn. Það er enginn sérstök ástæða fyrir því hvorki trúarleg né einhver spes ákvörðun hjá honum að geyma sig fyrir hjónaband. Hann hefur einfaldlega ekki fundið hina einu sönnu. Þessi staðreynd hefur verið big seller fyrir þættina og fólk getur ekki beðið eftir framhaldinu og því hvort að hann muni missa sveindóminn í þessu seasoni.

Image result for come on gif

Ég segi nú bara common people. Jújú, það er alveg sjaldgæft að svona fjallmyndarlegur og góður maður ( I know hes is) sé hreinn sveinn, en það er margt annað í hann spunnið en það. (held ég..LOL!!)

Hann er ekki að koma inn í Bachelor heiminn í fyrsta sinn..né annað. En hann var keppandi í þáttaröðinni hennar Beccu sem var nú síðast Bachelorette. Þar komst hann í topp 4, áður en hann var sendur heim gjörsamlega niðurbrotinn. Hann varð yfir sig ástfanginn af Beccu, en ég er mjög glöð að það gekk ekki upp. Ég held að það sé ekki nógu mikið fútt í Beccu. Colton þarf aðeins meira bubbly týpu. Já, ég er í raun að greina Colton í tætlur núna og veit nákvæmlega hvers hann þarfnast.

Frá Bachelorette fór hann yfir í Paradís, þar sem Tia Booth gerði hosur sínar grænar á eftir honum, enn þau deituðu víst eitthvað aðeins áður en hann fór í Bachelorette…og Tia og Becca eru góðar vinkonur. #vandræðalegt. Long story short, Tia og Colton gengu ekki upp. Thank you Bachelor God, once again.

Hann á hundana Sniper og Thor sem eru líf hans og yndi, og þarf framtíðar eiginkona hans að vera dog lover. Það er alveg ljóst.

Eitt sem ég vissi ekki, fyrr en núna þegar ég var að afla mér heimilda fyrir þennan pistil..eins og alvöru fréttakonur gera, er sú staðreynd að hann er metin á EINA MILLJÓN DOLLARA!! WOW!!

Colton baby is a rich boy.

Image result for bachelor drama gif

Það sem skiptir mestu máli from now on, er hinsvegar sú ósk mín um að stúlkurnar sem keppa um hjarta hans og sveindóm ,skapi sem mest drama. Að þær  komi vel fram við Colton, sláist um að fara í sleik við hann en umfram allt óska ég þess að Colton vinur minn finni hina einu sönnu, giftist henni og eignist með henni börn.

Skulum ekki gleyma því samt sem áður að við viljum drama. Við viljum grátur, við viljum að stelpurnar rífist og séu hádramatískar. Það er allt sem gerir Bachelor lestina að bestu lest í heimi.

Bachelor nation, embrace yourself, and let the drama begin!!