Kylie og Kylie…

0
1871

Í febrúar á síðasta ári stöðvaði Kylie Minogue nöfnu sína Kylie Jenner í að geta fengið einkarétt á nafninu Kylie. Kylie Jenner ætlaði semsagt að fá einkaréttinn fyrir snyrtivörulínuna sína og fatamerkið sittt.

En þá sagði hin ástralska Kylie stopp, en alls ekki til að vera tussa, heldur vegna þess að Kylie Minogue er heimsfræg sönkona og er þekkt undir nafninu sínu…,,Kylie”.

Ef að Kylie Jenner hefði fengið einkaréttinn, þá hefði Kylie Minogue ekki getað selt á tónleikana sína sem ,,Kylie” og í raun gert henni mjög erfitt um vik.

Já ég veit að ég er búin að skrifa Kylie 10 sinnum í nokkrum línum.

Löfræðiteymi Kylie Minogue fór beint í málið og sendi frá sér langan lista yfir það afhverju þessu ætti að vera hafnað. Það sem stakk Kylie Minogue mest af öllu við þetta mál, var orðaval hennar eigin lögfræðiteymis, en þeir lýstu Kylie Jenner á þann veg að hún væri ,,secondary reality television personality”. -Mér hefur alltaf fundist Kylie Minogue virka svo mikil dúlla. Þetta staðfestir það.

Kylie Minogue varð mjög leið þega hún komst að því hvernig lögfræðiteymi hennar hafði orðað hlutina því hún vildi útkljá þetta mál á eins góðan hátt og hægt var.

Beiðni Kylie Jenner var hafnað og Kylie fagnaði þeirri ákvörðun á Twitter…

Kylie hefur verið þjóðargersemi ástrala og hafa þeir haldið mikið upp hana á síðan hún kom fyrst fram á sjónarsviðið í sjónvarpsþáttunum Neighbours. Hún hefur átt hvern hittarann á fætur öðrum og er meðal annars núna nýbúin að gefa út plötu sem hefur nú þegar náð gullplötu.

Árið 2005 greindist Kylie með brjóstakrabbamein sem hún sigraðist á sem betur fer, en hún segist hafa lært mikið af þeirri reynslu .

Sharon Osbourne tvítaði þessu um Kylie málið og ég frussuhló.

Er samt K/Jenner fan all the way. En þegar þú berð sama nafn og eins stærsta poppstjarna í heimi og ætlar að own it…

Kylie… don´t mess with Kylie.