Öryggi Meghan ógnað á Fiji!

0
1999

Meghan og Harry er stödd í Ástralíu um þessari mundir eins og áður hefur komið fram og hún lenti í honum kröppum i fyrsta sinn!!

Þau eru stödd núna á eyjunni Fiji og fór Meghan í sína fyrstu opinberu heimsókn án Harrys …en sú heimsókn fór ekki eins og hún hafði óskað sér. Hún var mætt á markað sem heitir Suva á Fiji þar sem hún fékk að heyra um “Markets for Change” sem er á vegum UN woman.

Planið var að hún myndi vera viðstödd í um 15 mínútur, þar sem hún ræddi við konurnar um þetta verkefni. En þegar tíminn hennar þar var rétt um hálfnaður var henni sópað með hraði út af markaðnum, upp í bíl og keyrt í burtu.

Hafði þá öryggisgæslan hennar fengið upplýsingar um mögulega ógn, erfitt var að hafa stjórn á mannfjöldanum, og að sjálfsögðu eru engir sénsar teknir. Meghan virtist samt halda ró sinni er hún gekk með útaf markaðnum.

Jesús minn, ég kann illa við að henni Meghan minni sé hótað… en gott að allt fór vel og ég er viss um að hann Harry minn sé áhyggjufullur yfir sinni heittelskuðu eiginkonu sem ber hans fyrsta barn undir belti.

Og guð minn almáttugur hvað hún er falleg með kúluna sína!