Kastljós heimsins beinist nú að verðandi foreldrum, Harry og Meghan. Sem eru, ég sverða, orðið mitt allra uppáhalds par í heiminum.
Þau eru svo lovey dovey við hvort annað, og virðast brjóta allar þær reglur sem ríkja um snertingar á almannafæri. Og já það eru reglur um það hjá the Royal fam.
Þau eru þessa stundina í Ástralíu í opinberri heimsókn, og ég hef bara ekki séð neitt krúttlegra en þetta myndband þar sem ungur drengur tekur vel á móti þeim
Jiminn einasti. Melts my heart.
Augun á mér leita alltaf niður á Meghan og stari ég á magann á henni á hverri einustu mynd til að ath hvort ég sjái ekki örugglega smá kúlu vera að myndast, og mér til mikillar ánægju-sé ég smá kúlu. Halelúja hvað verður hrikalega gaman þegar þetta royal baby fæðist á vormánuðum 2019.
Ef þið hélduð að fárið í kringum brúðkaupið hefði verið mikið, þá segi ég bara
Ég reikna fastlega með að tjalda fyrir utan Royal Hospital í maí mánuði. Þarf bara aðeins að kanna hvar spítalinn er og kaupa mér tjald í rúmfó. Þá gæti ég verið með þeim fyrstu til að birta mynd af þeim á spítalatröppunum með hvítvoðunginn í fanginu.
Ef það yrði stúlka…ætli hún mundi fá nafnið Díana? Jiii þá mundi ég fella tár fyrir hönd vinkonu minnar DíDí.
Ekki nóg með að Harry sé dúlla heldur er hann algjör herramaður sem bjargar konum frá flugum
Royal kveðja á ykkur kids!