Stjörnur sem hafa valdið usla um borð í flugvélum!!

0
1713

Þó þú sért súperstjarna þá þarftu að framfylgja lögum og reglum sem gilda í flugvélum! Þessar stjörnur hafa haldið að þær væru hafnar yfir þetta..og þá var þeim fleygt frá borði:

Vandræðagemlingurinn og rugludallurinn Courtney Love neitaði að festa sætisbeltin fyrir flugtak á Heathrow flugvellinum. Henni var pakkað saman og hent frá borði og beint í faðm lögreglunnar.

Afhverju að neita að spenna beltin? Alltaf spenna beltin kids! Beltin bjarga!

Ofurfyrirsætan Naomi Campell er ekki bara þekkt fyrir langa leggi og þokkafullt göngulag, heldur einnig stjörnubilað skap- og ýki ég ekki. En flugþjónar um borð settu farangurinn hennar á vitlausan stað, sem varð þess valdandi að Naomi neitaði að fara frá borði, hrækti á starfsmenn og reyndi svo að berja lögregluna þegar hún mætti á staðinn til að fjarlægja hana frá borði.

Show some respect woman! 

Alec Balwin var með stæla í take-offi og neitaði að leggja frá sér tölvuleik sem hann var að spila…og hann hefur greinilega verið með mjög mikla stæla, því honum var hent frá borði. Hver lætur henda sér frá borð fyrir tölvuleik?

Leggðu bara frá þér tölvuleikinn Alec. Ekki flókið.

Blac Chyna, ohhh Blac Chyna. Hún slóst við flugfreyju um borð…greyið flugfreyjan. Þegar lögreglan kom um borð fundust fíkniefni í fórum hennar. Henni var hent í djeilið og neyddist Rob Kardashian sem var á þessum tíma unnusti hennar, til að keyra frá Kaliforníu til Texas til að borga hana út!

Stay classy Chyna

Fyrrum barnastjarnan, sem er nú orðin að villing, Amanda Byrnes gat ekki framvísað löglegu skilríki þegar hún reyndi að stíga um borð í einkaflugvél, og fékk því ekki að fara um borð…. Hún sagði flugmanninum að googla sig.

Óhh girl, no you didn´t!!!

Snoop Dog þarf varla að kynna, og ég þarf örugglega ekki að rifja upp fíkniefnaneyslu hans í gegnum tíðina. En Snoop og genginu hans var neitaður aðgangur að VIP lounge á flugvelli. Hann varð reiður eins og lítill krakki og vinir hans líka. Þeir óðu inn í fríhöfnina og brutu allt og brömluðu inn í víndeildinni. Skemmst frá því að segja að löggan mætti og handtók þessa vandræðagemsa.

Hvað kennir þetta okkur? Nú eitthvað sem ætti bara að vera innprentað í alla. Bera virðingu fyrir starfsfólki sem vinnur í háloftunum…og reyndar bara öllum. Bera virðingu og spenna beltin.