Rodrigo Alves- eða Ken…þið ráðið hvort þið kallið hann.

0
2072

Það er ein týpa sem ég elska að skoða myndir af og pæli stundum virkilega mikið í. Það er hinn human Ken, Rodrigo Alves.

Þessi maður hefur farið í nokkra tugi lýtaaðgerða og hans eina takmark ER AÐ LÍTA ÚT EINS OG KEN. I kid you not.

Hann er háður lýtaaðgerðum og hefur eytt gríðarlegum fjármunum í aðgerðir eða yfir 500.000 pundum sem er svo fáránlega há upphæð að mig verkjar. 78 milljónir íslenskar krónur miðað við gengið, takk fyrir pent!! Draumurinn hans er að vera young forever eins og Pétur Pan. Uuuuu ok, Ken, nei ég meina Rodrigo.

Ég elska svona týpur. Mikið asskoti væri leiðinlegt ef við værum öll eins.

Rodrigo, sem er 35 ára gamall, hóf þessa lýtalæknaáráttu sína 17 ára gamall og það hófst allt vegna genagalla í anditi. Hann ÞURFTI actually að fara í aðgerð til að laga eitthvað hjá sér, og þá kviknaði þessi fíkn. Og já, það er viðurkennd fíkn að vera háður lýtaaðgerðum.

Nú síðast í janúar fór hann í aðgerð þar sem hann lét fjarlægja 4 rifbein til að passa betur í fötin sín.

Þá spyr ég, MÁ ÞAÐ BARA? Mega læknar fjarlægja rifbein úr manneskjum..bara til að þau passi betur í fötin sín? Er ekki góð og gild ástæða fyrir því að rifbeinin eru þarna? Verja liffærin . Ohh weelll, ætli þú getir ekki græjað allt í heiminum ef þú átt peninga.

En Rodrigo er mjög fræg raunveruleikastjarna í Englandi, þar sem hann býr. Hann er frá Brasilíu en hefur búið í Englandi síðan hann var 19 ára gamall.

Hann er í sambandi við ítalska söngvarann og lýtalækninn Giancomo Milano, og ef ég hugsa um heilsuna hans Rodrigo, að þá held ég að það versta sem hann geti gert sé að vera í sambandi við lýtalækni… Frábært að hann hafi fundið ástina samt sem áður.

Hann var þáttakandi í raunveruleikaþættinum Celebrity Big Brother, sem er mjög vinsæll í Englandi og snýst um að planta fullt af frægum saman í eitt hús, taka af þeim allt samband við umheiminn ,gefa þeim fullt af víni og bíða svo eftir dramatíkinni. Rodrigo var að vísu hent útúr húsinu af framleiðendum þáttanna fyrir að nota niðrandi orð um blökkumenn, sem ég er gríðarlega ánægð með, þar sem kynþáttafordómar eiga aldrei rétt á sér.

Rodrigo hélt því reyndar fram að hann hefði yfirgefið húsið sjálfur, en annað kom á daginn þegar framleiðendur þáttanna sendu frá sér yfirlýsingu og ástæðu þess að honum hefði verið vísað út.

Nýjustu fréttir af Rodrigo eru þær að hann var staddur í Belgíu að taka upp þætti, þegar lögreglan kom að crewinu og bað um að fá að sjá skilríki og athuga hvor tilskylin leyfi væru til staðar fyrir tökur. Til að gera langa sögu stutta var Roddi handtekinn því hann framvísaði óvart gamla vegabréfinu sínu….þar sem hann var óþekkjanlegur á mynd sökum lýtaaðgerða.

Við skulum fylgjast áfram með ævintýrum Rodda. Þau hljóma skemmtileg