Madonna hjólar í GaGa!!

0
1513

Omg! Úúú daaaayum!

Madonna og Lady Gaga eiga sýna sögu en árið 2012 gaf Gaga út lagið Born This Way. Allir elskuðu það…nema Madonna. Madonna lét hafa eftir sér í viðtali á þeim tíma að lagið hennar, Express Yourself og Born This Way  væru nú keimlík og ásakaði í raun Gaga um að stela trackinu á laginu hennar. Gaga var fljót að svara fyrir sig og sagði að það væri alls ekki rétt hjá Madonnu. Lögin væru alls ekki lík, og að þær væru ólíkir listamenn, þar sem Gaga semur öll lögin sín sjálf og spilar á hljóðfæri.

Nú hefur Madonna enn á ný skotið fast á Gaga  á instagram og sagt að hún sé að stela setningunni hennar.

Ok, lets break it down. Madonna var í viðtali árið 1980 útaf bíómynd og sagði þá í viðtali þetta: “If there are 100 people in a room and 99 say they liked it, I only remember the one person who didn’t.”

Þeir sem hafa eitthvað fylgst með Lady Gaga og pressutúrnum hennar og Bradleys útaf A Star Is Born hafa kannski tekið eftir því að Gaga segir þessa setningu í hverju einasta viðtali : “There can be 100 people in a room and 99 of them don’t believe in you, but all it takes is one and it just changes your whole life.”- Reyndar finnst mér ógeðslega spes að enginn í teyminu hennar skuli ekki hnippa í hana og segja , ,,Hey girl, finnum einhverja aðra töff setningu. ÞEssi er kannski orðin þreytt…”

Ooooooog ég verð að viðurkenna að þetta er keimlíkt! En þar sem ég er mikill Gaga fan að þá verð ég nú bara að segja við Madonnu þetta : ,,Madonna mín, ef ég væri þú þá mundi ég vera stolt. Það ætti að fylla þig stolti að listamaður eins og Gaga skuli vitna í orð þín. Og annað, þú átt víst ekki einkaréttinn á þessari setningu, so live with it.”

Ok sjiii eins gott að Madonna les ekki íslensku, því ég mundi aldrei þora að segja þetta beint við hana. Ég meina, Madonna, the Queen of pop!

Gaga hefur alltaf sagt að hún sé gríðarlega mikill aðdáandi Madonnu og þó að hún hafi heyrt ýmislegt í gegnum tiðan af því sem Madonna segir um hana, að þá breyti það ekki þeirri staðreynd að Gaga lítur upp til hennar.