Mr. Ye is gone…again!

0
1523

Jæja jæja, ég vissi að að yrði ekki langt þangað til eg skrifaði færslu um King YE, eða fyrrum Kanye West.

Í nótt deletaði hann instagram og twitter reikningi sínum og er horfinn af yfirborði samfélagsmiðla jarðarinnar.

Hann er búinn að vera ansi mikið aktívur síðustu daga og vikur og það sem hann hefur látið frá sér hefur fallið í grýttan jarðveg hjá mjög, mjög, MJÖG MÖRGUM, og þá aðallega fyrir yfirlýstan stuðning við mann sem ber nafnið Trump. Þið getð lesið allt um það mál hér

Vangaveltur eru um ástæðu þess að hann eyddi reikningum sínum.

Er hann enn og aftur orðinn þreyttur á að deila skoðunum sínum með heiminum og þreyttur á þeim neikvæðu viðbrögðum sem hann fær, eða er ástæðan sú að hann vill frið á meðan hann klárar að taka upp nýjustu plötuna sína?

Síðast þegar Kanye hvarf af samfélagsmiðlum, að þá var það alveg heilt ár sem hann tók….en svo þegar hann mætti, að þá mætti hann með stórum hvell og hefur verið ófeiminn við að segja það sem honum liggur á hjarta, sem er að vissu leyti sjarminn við Kanye. Þú veist aldrei hvað hann gerir næst, og það er akkúrat ástæðan fyrir því að ég mun sakna hans. Því ég skemmti mér konunglega yfir honum í hvert einasta sinn sem hann lætur gamminn geisa.

En engar áhyggjur. Kimmy K er ekki á förum. HJÚKK!!