Ó Ed!!! Rauðhærði draumurinn er á leiðinni!

0
1992

Ó Ed!!

Rauðhærði draumurinn. Já ég segi rauðhærði draumurinn, því röddin hans Ed dregur mann upp í hæstu hæðir og lætur mann dreyma um eitthvað fallegt.

En hver er þessi dásamlegi rauðhærði maður sem er loksins á leið til landsins?

Grammyverðlaunahafinn Ed er einn vinsælasti tónlistarmaður í heiminum í dag og er fæddur á því herrans ári 1991. Hann byrjaði 4 ára gamall að syngja í kirkju í heimabæ sínum Framglingham í Suffolk og fikta við gítarspil.

Hann var lagður í gríðarlegt einelti frá því hann steig fyrst inn í skóla (EINELTI ER ÓGEÐ KRAKKAR, EKKI GLEYMA ÞVÍ) og hóf sína skólagöngu. Hann var lítill, rauðhærður, með flöskubotna gleraugu , latt auga og mikinn stama. Þegar hann reyndi að tala uphátt í tíma fraus talið hjá honum og hann kom ekki upp orði. Krakkarnir gerðu hann að skotmarki og smátt og smátt hætti hann að taka þátt í tíma og hafa skoðun á hlutunum.

En litli rauðhærði strákurinn var við stjórnina þegar hann mundaði gítarinn sinn einn inn í herbergi og söng hástöfum með án allra vandamála og hefur hann sagt að gítarinn hafi bjargað litla Ed. Ed sem átti eftir að verða einn ástsælasti tónlistarmaður Bretlands og heimsins. Já ég ætla að leyfa mér að vera dramatísk núna. Því hann Ed nær til fólksins, hann nær að smjúga inn í tilfinningar með lögunum sínum sem snerta strengi.

Hann hélt þegar hann var yngri að hann myndi stama það sem eftir væri, eða allt þangað til pabbi hans gaf honum plötu með rapparanum Eminem. Ed heillaðist af því hversu hratt Eminem gat rappað og hann settist inn í herbergið sitt, lærði hvert einasta orð og hvert einasta lag utan að og náði hraðanum á rappinu. Smátt og smátt fór hann að skrifa sína eigin tónlist og staminn minnkaði og minnkaði, þangað til hann hvarf alveg. Ed er því mikill aðdáandi Eminem og dreymdi um að einn daginn myndi hann fá tækifæri til að gera tónlist saman.

Ed er eiginlega the definition of making your dreams come true, því í desember 2017 gáfu þeir úr lagið ,,River“ saman

Ed  byrjaði ferilinn erfiðlega og á árunum 2008-2010 var hann heimilislaus og bjó á götum London. Hann hefur rætt þennan tíma í viðtölum og segir þetta ekki hafa verið eins erfitt og þetta hljómar. Þetta hafi komið honum á þann stað sem hann er í dag.

Ohh Ed, I love you

Hann flutti svo  til L.A. fátækur og allslaus, sendi tónlist á öll stóru plötufyrirtækin án þess að fá svör. En einn daginn var honum boðið að mæta í útvarpið hjá engum öðrum en Jamie Foxx sem þá starfaði sem útvarpsmaður.

Hann mætti með gítarinn sinn, spilaði í 12 mínútur og þett gigg endaði með  að Jamie lánaði honum stúdíóið sitt, sófa til að sofa á og frá þessari stundu vissu allir hver Ed var og í dag fyllir hann hvern leikvanginn á fætur öðrum með tugþúsundum aðdáaenda sem eru mætt til að berja hann augum.

Ed hefur oft sagt í viðtölum að þegar hann var yngri hafi rauða hárið hans verið skotspónn hrekkjusvínanna, en eftir því sem hann þroskast þá sagði hann sjálfum sér þetta:

Being ginger can seem like a bad thing when you are young but as a musician it has been my saving grace – because if you see a ginger kid on TV and there is only one messy-haired ginger kid who plays guitar, it is very easy to find them on YouTube.”

Ég get sagt ykkur það að ég get ekki beðið eftir að standa á Laugardalsvelli þegar sjarmörinn Ed mætir með kassagítarinn sinn á svæðið, blastar röddina sína og lætur mig fá gæsahúð.

Ekki skemmir fyrir að Ed er gríðarlega mikill adáandi Íslands og íslenska karlalandsliðsins í fótbolta og var t.d. að skemmta í rosa fancy pancy partý hjá Elton John,þar sem allir mættu í smóking og fíneri. En minn maður Ed, hann mætti í íslensku landsliðstreyjunni! – hann setur orðið íslandsvinur á annað level!

Girls he is taken! Trúlofaður æskuástinni Cherry Seaborn og sér ekki sólina fyrir henni.

Vildi óska að ég gæti skrifað undir þessa færslu að þetta sé skrifað í samstarfi við Ed… maybe one day.

Ed hefur allavega sannað það fyrir mér að your dreams can come true!

Ed- I AM COMING FOR YAHH!! Bring you A game buddie

Until next time