Það er aldrei lognmolla í kringum Katie Price!

0
1453

Hver man ekki eftir Katie Price? A.K.A breska glamúrmódelinu Jordan.

Fyrrum eiginkona Peter Andre og barnsmóðir Dwight Yorke.

Katie hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið…eða bara síðan hún skildi við hann Peter sinn fyrir nokkrum árum síðan. Síðan þau skildu finnst mér allt hafa farið smátt og smátt til fjandans og það nýjasta er að hún stefnir í gjaldþrot, er nýskilin við her cheating husband Kieran og er á leið í meðferð.

Kieran var í viðtali við hið ,,virta“ blað The Sun, sem er eitt mesta æsifréttblað Bretlands þar sem hann basically ræddi allt viðtalið um hversu ógeðslegir kettirnir hennar Katie séu og að þeir pissi útum allt hús og inn í fataskáp beint á fötin hans. Lyktin heima hjá henni sé viðbjóður útaf hlandlykt frá köttunum.

Ég las semsagt heilt viðtal við hann og eftir að ég lauk því viðtali hugsaði ég ,,nei Kiearn fjandinn hafi það… þú tókst af mér mínútur sem ég fæ aldrei aftur- mínútur um piss og nöfn á þeim hundum og köttum sem búa á heimilinu hennar. Ég vildi alvöru djúsi stöff Kiearan.” Hann er nú enginn engill blessaður maðurinn , eins og hann lætur sig líta út núna og talar illa um Katie. En Kieran hélt svakalega framhjá Katie fyrir nokkrum árum síðan MEÐ BARNFÓSTRUNNI ÞEIRRA- INNI Á HEIMILINU ÞEIRRA!!!!

Hún tók hann tilbaka, en þeirra samband var eiginlega bara doomed frá upphafi. Enda eru þau skilin í dag og allt komið í bölvaða vitleysu!

Það kviknaði í heimili Katie í sumar, og ástæðan var talin sú að kviknað hefði í útfrá ódýru ilmkerti, sem Kieran staðfesti í The Sun viðtalinu og sagði hana vera með ilmkerti útum allt til að reyna að deyfa kattahlandfýluna.

Ég veit ekki með ykkur, en ég á alveg ódýr ilmkerti heima sem ég kveiki regulega á, en það hefur ekkert kviknað í þó þau séu ódýr. Ætli æsifréttamennskan sé ekki að fara með pressuna um þetta gjaldþrotamál…að ódýra ilmkertið sé valdurinn. Ég meina, shit happens!

 Katie , sem var eitt sinn metin á 45 milljón pund, hefur reynt að selja eignir til að bjarga sér frá gjaldþroti en ekki hefur það gengið vel hjá henni og lítur allt út fyrir að hún muni missa glæsihúsið sitt til bankanna.

Katie á 5 börn, og hefur Peter Andre tekið bæði börnin sem hann á með Katie til sín,þau Junior og Princess, og búa þau hjá honum núna og ég segi bara guði sé lof, því fjandinn er laus hjá Katie.

Hún byrjaði með einum  29 ára eftir skilnaðinn við Kiearan og nýtti sá drengur sínar 15 mínútur af frægð til hins ítrasta, en því sambandi lauk eins og ég bjóst við, jafn hratt og það hófst, þrátt fyrir mikil ástaratlot á almannafæri.

Katie missti tökin á lífinu blessunin, fór til Mæjorka, sást sniffa kókaín, er að verða gjaldþrota, búin að skrá sig, sem betur fer í meðferð og allt í volli.

En ef ég þekki Katie vel,…. eða ok mér finnst ég þekkja hana mjög vel, að þá mun hún bounce-a back upp jafn hratt og hún fór niður, skrifa metsölubók um þennan ömurlega tíma, græða geggjað mikinn pening á því, gifta sig í fjórða sinn og kaupa sér nýja villu ef hún missir þessa.

Þannig er bara Katie.

U can maybe drag her down, but U can´t destroy her.

Until next time