Piers Morgan er með skoðun á Kylie Jenner-auðvitað.

0
1638

Kylie Jenner var tilkynnt hjá Forbes sem yngsti self made billionair í vikunni og hirti þar með kórónuna af Mark Zuckerberg sem stofnaði Facebook.

Breski þáttarstjórnandinn Piers Morgan er ekki vanur að sitja á skoðunum sínum og hjólar beint í þetta mál. Piers segir að ungir aðdáendur Kylie hafi bara áhuga á henni því hún sé ein af Kardashian klaninu. Og ástæða þess að Kardashian fjölskyldan er þar sem hún er, sé vegna kynlífsmyndbands.

Kim K skaust upp í stjörnuhiminn , ef svo má segja, fyrir kynlífsmyndband sem hún og fyrrum kærasti hennar tóku. Í kjölfarið á myndbandinu fór hún frá því að vera IT girl með Paris Hilton í að fá sinn eiginn raunveruleikaþátt and the rest is history.

Hún tók að sjálfsögðu alla fjölskylduna sína með upp til stjarnanna og hafa þær systur allar skapað sér nafn og eru í dag með þeim allra ríkustu, þökk sé Kardashian/Jenner veldinu sem þær hafa byggt upp….eða ok, þökk sé Kris Jenner.

Kylie sagði í viðtali við Forbes að þessi viðurkenning, ef svo má kalla, sé gott klapp á bakið og góð tilfinning eftir alla erfiðisvinnuna sem hún hefur lagt í snyrtivörufyrirtæki sitt ,,Kylie Cosmetics”

Piers segir þá: Nei elskan, eina vinnan kom frá Kim og hún þurfti að gera miklu meira til að fá klapp á bakið. 

Einnig hefur twitter látið í sér heyra yfir þessum niðurstöðum Forbes og vilja meina að hún sé ekki selfmade, heldur sé hún á þeim stað sem hún er vegna fjölskyldu sinnar. Self made þýðir að manneskja sem kemur með ekkert til borðsins og vinnur sig svo upp, sé það sem er kallað self-made billionaire.

Ég ætla nú ekki að rökræða þetta. Kylie er 21 árs billjónamæringur og er bara helviti klár stelpa. Tek það ekki af henni.

Þið fáið fleiri fréttir af frægum í instastories hjá mér!