Latoya hafði fullt að segja um bróðir sinn

0
2180

Það hefur mikið verið skrifað um Michael Jackson undanfarna daga og myndina ,,Leaving Neverland” sem frumsýnd var um síðustu helgi.

Image result for michael jackson leaving neverland

Teiknimyndaþættirnir Simpson hafa tekið þátt úr sýningu þar sem Jackson birtist sem karakter , og margar útvarpsstöðvar hafa tekið Jackson lögin alfarið úr spilun. Samt sem áður eru margir búnir að koma fram og lýsa vanþóknun sinni á myndinni og sagt að það sé ömurlegt að gera svona þegar maðurinn getur ekki varið sig og að engin sönnunargögn séu til staðar nema orð mannanna tveggja.

Í dag kom upp á yfirborðið viðtal við systur Jackson, Latoyu sem var tekið upp af sjónvarpsstöðinni MTV árið 1993. Það var stuttu eftir að Jackson borgaði Jordy Chandler fyrir að láta mál gegn honum niður falla.

Latoya segir orðrétt : Michael is my brother, I love him a great deal, but I cannot, and will not, be a silent collaborator of his crime against small, innocent children” Hún hélt áfram og velti fram þeirri spurningu:  Hvaða 35 ára gamli maður haldið þið að hangi í 30 daga  með litlum dreng…og taki svo annan ungan dreng í 5 daga inná herbergi án þess að koma fram?

Latoya sagðist hafa verð misnotuð af föður þeirra og að hún viti hvernig tilfinningin sé. Börnin eigi eftir að bera ör það sem eftir væri lífsins.

Latoya var á þessum tíma í engu sambandi við fjölskyldu sína og dró seinna orð sín tilbaka. Hún sagði að fyrrum eiginmaður hennar hefði sagt henni að segja þessa hluti til að reyna að fá peninga frá Michael.

Image result for pandora's box gif

Ég er nokkuð viss um að þetta er ekki síðasta fréttin sem við munum heyra um þetta stóra Jackson mál og ég gæti trúað að boxið hennar Pandóru væri opið núna og fleiri ormar muni skríða útúr því.

Þið fáið fleiri fréttir af frægum hjá mér í instastories!