Pink segir hingað og ekki lengra!!

0
1800
Neðsti parturinn í greininni er unnin í samstarfi við Gaman Ferðir

Söngkonan Pink hefur aldrei verið feimin við að láta internet tröllin heyra það og er oft kölluð töffari samfélagsmiðlanna.

Hún er komin með ansi harðan skráp þegar kemur að gagnrýni, og lætur sér fátt um finnast….nema þegar kemur að börnunum hennar. Þá verður fjandinn laus. Auðvitað.

Pink er í fríi og birti nýlega mynd af börnunum sínum við sundlaugarbakkann. Þar stóð litli sonur hennar, 2 ára, ber að neðan að gefa pelíkana að borða. Internettröllin létu til skrarar skríða og gerðu lítið úr syni hennar, gerðu grín af typpi drengsins og hjóluðu í Pink fyrir að birta þessa mynd. Ó no people, you didn´t!!!

Pink varð loco , eyddi myndinni út og birti hana aftur, þar sem hún var búin að krota yfir prívat svæðið á syninum. Lét svo fólk HEYRA ÞAÐ- eins og þið getið lesið hér fyrir neðan.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Pink hjólar í internetlöggurnar sem sitja á rassinum heima, tilbúin að drulla yfir allt og alla í gegnum alnetið.

Image result for just stop gif

Þessar týpur sem sitja heima, og þykjast vita allt um uppeldi og hver sé gott foreldri og hver ekki, mega alveg brenna tölvuna sína fyrir mér.

Í kringum jólin birti eiginmaður hennar, Carey Hart, mynd af sér þar sem hann keyrði um á mótorhjóli með dóttur þeirra, bæði hjálmlaus. Carey er þekktur mótorkrossari.

Kommentakerfið hjá honum fór á flug þar sem hann var sagður ömurlegur og ógeðslegur pabbi með enga ábyrgðartilfinningu gagnvart barninu. Að láta það sitja á hjólin hjálmlaust væri það allra versta, það ætti að taka barnið af honum  o.sfrv.

Ég viðurkenni, ekki  það gáfulegasta hjá honum, því hjálmar eru að sjálfsögðu lífsnauðsynlegir. Ég held samt að hann sé fínasti pabbi, þrátt fyrir þessi mistök.

 Pink tók sig til og svaraði liðinu að sjálfsögðu og kastaði fram spurningunum : þekkir þú manninn minn, veistu hvernig pabbi hann er, ertu að umgangast hann daglega? NO DIDn´T THINK SO, SO LEAVE HIM THE FUCK ALONE!

 I was raised by a Vietnam Vetera who taught me to stand up for what I believe to be right. Even if that means standing alone. The unfollow button is at the top of your screen. 

Ég fíla Pink. Henni er skítsama um hvað fólki finnst, ver fólkið sitt fram í rauðan dauðann og er geggjuð.

Það vill svo skemmilega til að vinir mínir hjá Gaman Ferðum eru með í sölu miða á tónleika hjá Pink. Hér getið þið séð allt um þá!! Einnig er hægt að velja úr Westlife, Backstreet Boys,Bon Jovi, Spice Girls, Cher og fullt af öðrum stórstjörnum!!

Mæli með að tékka á þeim!

Ég vona að Pink breytist aldrei, hún verður bara betri með árunum!

Og ef þú ert ein/n af þeim sem hefur þörf fyrir að drulla yfir fólk á internetinu…slepptu því. Slökktu bara á tölvunni og bölvaðu því í hljóði. Það er mun betra en að senda mengun út í kosmósið.

Image result for be kind gif

Be kind to one another eins og vinkona mín Ellen mundi segja!

Þið fáið fleiri fréttir af frægum í instastories hjá mér alla daga. Einnig er ég öflug á snappinu: evaruza… ooooog held úti facebook like síðu!