They continue to take over the world

0
1671

Það er aldeilis margt búið að vera að gerast síðasta sólarhringinn hjá my fave reality fam, Kim K and the crew.

Kim K var að launch-a nýrri sólgleraugnalínu í samstarfi við Carolina Lemke…og ég hef ekki séð það ljótara. Sorry með mig. En þessi geimfaragleraugu eru það sem þær voru að senda frá sér og virðast helstu áhrifavaldar vestanhafs vera að pissa í sig yfir þeim.

Ef þið sjáið mig ganga niður Laugarveginn með svona skíðagleraugu, þá er ég væntanlega blinduð af áhrifum áhrifavaldanna.

En Kim er hrifin af allskonar umbúðum og birtust þessi gleraugu fyrst á grímum sem enginn vissi hvað þýddi. Fyrir mér, þá sá ég bara morðingjagrímu, veit ekki hvort ég er undir áhrifum Riverdale og the Black hood en morðingjagríma var það fyrsta sem kom í huga minn. Smá krípí, en þetta er víst andlit Kim.

Þegar hún setti ilmvatnið sitt á markaðinn, þá var það líkami hennar. The circle is complete núna.

Kim var ekki sú eina sem henti frá sér tilkynningu, en Kourtney opnaði nýja heimasíðu sem heitir Poosh.

Hún þakkaði Kim fyrir að ýta sér af stað í þetta verkefni, en þetta er svokölluð lífstílssiða. Ég las komment á instagram síðu Poosh og skilst mér að þetta sé í raun appið hennar. En þær systur voru allar með öpp þar sem þær deildu hinum ýmsu ráðum. Öppin eru hinsvegar öll lokuð for good núna, nema Kourt hefur útbúið síðu í anda appsins.

Aðdáendur hennar eru ýmist vonsviknir eða himinlifandi með þetta. Má segja að meirihlutinn hafi búist við meiru en ,,bara” vefsíðu.

En Kourtney er í raun eina af systrunum sem hefur ekki fundið sinn veg fyrir utan raunveruleikaþættina og börnin. Kim er multimilljón dollara veldi sem er með ilmvötn, snyrtivörur, núna sólgleraugu og svo margt margt fleira. Kylie er með Kylie Cosmetics, Khloé fatalínuna sína Good American og Kendall ofurfyrirsæta. Aðdáendur Kourt vilja sjá hana gera með innanhúshönnun sína, en hún hefur gott augu fyrir innanhúshönnun, og margir héldu að hún væri að færa sig í þann geira.

Síðan hennar er flott og ég held að þetta sé upphafið að miklu stærri hlutum hjá Kourt.

Mama Kris must be proud.

Þið fáið fleiri fréttir af frægum í instastories hjá mér alla daga. Einnig er ég öflug á snappinu: evaruza… ooooog held úti facebook like síðu!