Smá skita Dr. Dre!!!

0
1583

Ég viðurkenni að ég flissaði upphátt þegar ég las eftirfarandi frétt í morgun.

Þeir sem fylgja mér á instagram sáu væntanlega þegar ég birti í stories hjá mér þessa mynd af Dr. Dre þar sem hann stendur með dóttur sinni, og er hann mega stoltur. Caption undir: ,,Dóttir mín komst inn í USC alveg sjálf #nojailtime” Einnig birti dóttir hans þessa mynd í stories hjá sér… rosa ánægð með sig að komast inn.

Með þessari myndbirtingu henti hann big shade á stórstjörnur í Holly sem eru fastar í mútulyganeti sem tengist skólanum. Getið lesið allt um það mál hér!

Image result for dr dre and daughter

All good, ég hugsaði ,vel gert stelpa. Æðislegt að komast inn í skólann án þess að pabbi þyrfti að borga fyrir það. Fannst hann mega fyndinn að henda i þetta caption og allt.

Nema hvað! Netmiðlar urðu logandi sjóðheitir í morgun þegar kom í ljós að Dr. Dre og dóttir hans væru búin að eyða þessum instagram pósti sínum. Ástæðan?

Fyrir nokkrum árum styrkti hann skólann um mörg hundruð milljónir…svo margar milljónir að það er svæði í skólanum sem er skýrt eftir honum.

AUÐVITAÐ KEMST DÓTTIR ÞÍN Í SKÓLANN EF ÞÚ ÁTT HÁLFANN SKÓLA!!!

Image result for not cool gif

Allt í einu var Dr. Dre ekki alveg jafn fyndinn og sniðugur, allt í einu varð þessi póstur asnalegur og ég fór að vorkenna dóttur hans. Takk fyrir ekkert daddy yo!

Þið fáið fleiri fréttir af frægum í instastories hjá mér alla daga!