Mel B. er ekki fræg fyrir að halda aftur af sér, og það var engin breyting á þegar hún mætti í viðtal hjá Piers Morgan í þættinum Life stories.
Piers spurði Mel hvort að eitthvað væri til í orðróminum sem flögraði um fyrir 25 árum , þegar Spice Girls voru á hátindi ferilsins…og flögrar enn um; hvort að hún og Geri hefðu átt ástríðufulla nótt saman?
Mel B. brosti og sagði að það gæti mögulega verið að hún hefði eytt nótt ,,with a lady friend”. Piers gekk þá fastar á hana og spurði hvort hún hefði sofið hjá Geri. Mel B. brosti og kinkaði kolli…sagði svo …,,she had great boobs” Gerðist þetta þegar þær bjuggu allar saman í húsi. Mel C. var stödd í sjónvarpssal og var steinhissa á svipinn. Þessi játning nöfnu hennar hefur greinilega komið henni á óvart. Einnig sagði Mel B. að þær hafi allar farið í sleik þegar Mel hafi fengið sér tungulokk, því hún var svo spennt að prófa það. En það hafi bara verið upp á gamanið, ekkert kynferðislegt.
HVAÐ GEKK MEIRA Á Í ÞESSU HÚSI!!!
UUUU OKEI!!!- smá shocker. Ekki það að ég hafi ekki búist við þessu, þar sem Mel B. og Geri hafa báðar verið hrikalega opnar með allt og látið allt vaða. En samt shocker!!!
Mel segir að þetta hafi bara verið ein nótt, þær hafi svo hlegið af þessu og haldið áfram með lífið. Ekkert drama, engin læti, bara smá kynlíf.
Eftir viðtalið á Mel B að hafa hringt beint í Geri og beðið hana afsökunar á að hafa sagt frá nóttinni sem þær eyddu saman. Geri er í dag gift kappakstursbílstjóranum Christian Horner, og hefur unnið hörðum höndum að því að breyta ímynd sinni, sem var partýpían.
Eins og allir vita eru framundan hjá stelpunum tónleikaröð sem hefst í maí. Ég er á leiðinni til London í byrjun júní með Gaman Ferðum, þar sem ég ætla að broadcasta öllu á samfélagsmiðlum Gaman Ferða. Ég mun góla úr mér lungun þegar þær mæta og trylla sviðið!
Ég held að það séu einhverjir miðar lausir hjá Gaman Ferðum, og ég er að segja ykkur það, þið viljið ekki missa af þessari veislu.
Þið fáið fleiri fréttir af frægum í instastories hjá mér every day!!