The One Man Show!!

0
1436

Fyrirsögnin á þessar grein er nákvæmlega það sem átti sér stað í orðsins fyllstu merkingu í gær.

Ed Sheeran er mættur á skerið og steig á svið á Laugardalsvellinum í gærkvöldi á fyrri tónleikum sínum hér á landi.

Ef það hefði verið þak yfir vellinum þá hefði það rifnað af, svo mikill varð tryllingurinn.

Ég held að ég þurfi ekkert að lýsa tónleikunum á smáatriðum, en þeir voru geggjaðir! Ed  var einn á sviðinu allan tímann og hann fyllti út í það allt. Hann sagðist ekki þurfa bakcup vocals eða dansara, því hann stólaði á að crowdið tæki það hlutverk… sem íslendingar gerðu svo sannarlega með sóma í gær! Hoppandi, skoppandi, og gólandi! Grafíkin á bakvið hann var ein sú allra flottasta sem ég hef séð á svona tónleikum, og ég hef farið á þá nokkra, bæði hér og erlendis.

Ed var einlægur, fyndinn og skemmtilegur og tók reglulega spjall inná milli. Það er nokkuð augljós ást hans til Íslands, og mér fannst geðveikt að sjá troðfullan völl af fólki sem söng hástöfum með öllum lögunum sem hann beltaði frá sér.

Hann er búinn að vera tæpa 900 daga að túra og er Íslandsstoppið hans, það næstsíðasta í röðinni hjá honum.

Ahhhhh, Ed greip fastar utan um hjartað mitt en ég hélt að hann gæti. Ég er búin að vera einlægur aðdáandi hans síðan hann kom fyrst fram á sjónarsviðið, og það sem ég elska mest við hann er þessi einlægni. Ekkert að þykjast vera eitthvað annað en hann er, eða meiri. Hann er larger than life- en actar alls ekki þannig.

Sena Live á mikið hrós skilið fyrir að færa okkur hvern risalistamanninn á fætur öðrum hingað á skerið , og ég er nokkuð viss um að eftir þessa helgi munu hallargáttirnar opnast, og frægustu tónlistamenn heims munu BIÐJA um að fá að koma hingað.

Takk fyrir mig Ed!!!!

You da bomb!

Nú býð ég eftir því að J-LO mæti og Backstreet Boys! Það yrði veisla!!

  • Sam Smith- Check
  • Bruno Mars- Check
  • Spice Girls- Check
  • Justin Timberlake- Check
  • Justin Bieber- Check
  • Ed Sheeran- Check
  • I need to finish my list!!

P.s. ég fer að hysja upp um mig buxurnar hér á þessari síðu með lækkandi sól! Nýr þáttur af Hollywood Fréttum Evu Ruzu dettur inn á grammið í kvöld eða morgun- so stay tuned! We got alot to talk about!