Let´s get this Hollywood party started!!!!

0
1779

Ó já krakkar!!

Það var löngu kominn tími á að slúðurdrottning Íslands opnaði sína eigin síðu og HÉR er hún!

En fyrir ykkur sem ekki þekki mig að þá heiti ég Eva Ruza og hef farið um víðan völl á Íslandi og erlendis, bæði við að skemmta fólki á sviði á hinum ýmsu viðburðum ,og í gegnum samfélgasmiðlana Snapchat og Instagram.

Á milli þess sem ég skrifa um heim fræga fólksins hérna, að þá ætla ég að leyfa ykkur að Keep up with the RuzMachine og ævintýrum hennar, bæði hérlendis og erlendis, því ég er svo heppin að fá að ferðast til að skemmta fólki líka!

Leið mín að þessari síðu var aaaaansi skrykkjótt get ég sagt ykkur.

Hugmyndin flaug hratt í hausinn á mér í sumar þar sem ég lá á strönd við Adríahafið og screenshootaði myndir af frægum og setti saman fréttir um þau sem ég birti svo í instastories hjá mér á hinum mikilsvirta miðli, Instagram.

,,Aaaaafhverju Eva Ruza, gerir þú ekki bara geggjaða islenska slúðursíðu þar sem þú skrifar inn misgáfulegar fréttir af frægum á okkar eigin tungumáli?“

Hollywood hefur heillað mig frá unga aldri og fylgist ég grannt með gangi mála í þessum heimi og fátt sem fer framhjá mér. Ég mun gera mitt besta hér við að upplýsa ykkur um alla þá skandala, bölvaða vesen og gleðina sem umlykur heim hinna ríku og frægu.

Ég mun gefa sjálfri mér leyfi til að enskusletta af vild hér inni og smátt og smátt mun þessi síða vaxa og dafna og allir categoriar hér fyllast af misgáfulegum fróðleik.

Lífið er stutt og það eina sem skiptir máli í því er að hafa gaman og ég mun svo sannarlega gera mitt besta við að létta ykkur lundina í skrifum mínum hér.

þrautagangan skiljiði

Ég hóf mikla þrautagöngu að setja saman síðuna. Og ég er að segja ykkur það að það munaði engu að ég hefði hætt við þetta, ég sverða! Því þetta er ekki eins og í ,,gamla daga” þegar ég byrjaði fyrst að skrifa blogg.

Til að gera langa sögu stutta þá náði ég að effa fyrstu síðunni minni upp og í hreinskilni sagt var hún eins og óbökuð súkkulaði kaka hún var svo hrá.

En þá krakkar mínir- Þá kom hann Gulli í Veföld óvænt til sögunnar , ásamt teyminu sinu þar og sagði við mig ,,hey Eva Ruza, við smyrjum þessa síðu saman fyrir þig nákvæmlega eins og þú vilt hafa hana og boom!!

(Ok það getur mögulega verið að hann hafi orðað þetta aðeins öðruvísí) 

Þessi gullfallega síða varð til í höndunum á þeim og þið vitið ekki hvað draumurinn um þessa síðu er búinn að veltast lengi um hjá mér og Gulli og co.hjá Veföld gerðu drauminn að veruleika.

Ég bara get ekki mælt nógu mikið með Veföld fyrir þá sem eru í heimasíðugerð. Eftir löngu leiðina mína að þessari síðu, þá veit ég það núna að ég hefði alveg getað sleppt öllu veseni, hausverknum, heyrt strax í þeim og einbeitt mér að öllum óþarfa slúðurfréttum sem heimurinn  hefur að segja. Þeir hýsa síðuna, eru með allt sem til þarf til að setja upp síðu hvort sem þú vilt gera hana sjálf/ur eða með aðstoð þeirra! – Þeir eiga skilið feitletraða umfjöllun!!

Takk Veföld fyrir að bjarga geðheilsunni hjá einni mjög tækniheftri

Þannig að hallið ykkur aftur gott fólk, því slúðurmaskínan er NÚNA OPINBERLEGA KOMIN Í GANG og við keyrum okkur strax í gang!!

*Þessi síða er unnin í samstarfi með Veföld, óvæntu og kærkomnu samstarfi