Mr. Beckham opnar sig í nýju viðtali- myndband!

0
2099

Árið 1997 felldu saman hugi tvær manneskjur sem saman áttu eftir að verða að vinsælasta pari allra tíma. Hún kom úr heimsfrægri hljómsveit sem var með heiminn að fótum sér, og hann var einn ástsælasti knattspyrnumaður heims. Já ég er að tala um David og Victoriu.

Tveimur árum seinna gengu þau í heilagt hjónaband og hafa verið saman allar götur síðan, í gegnum súrt og sætt. Þau hafa svo sannarlega fengið sinn skammt af erfiðleikum en einhvernvegin standa þau storminn alltaf af sér.

Hver man ekki eftir Rebeccu Loos storminum. Það var eiginlega fellibylur í hjónabandinu þeirra og reið þeim næstum að falli. En The Beckhams, þau standa alltaf upprétt- saman , alveg sama hvað gengur á.

Í dag eiga þau 4 dásamleg börn, þau Brooklyn, Romeo, Cruz og Harper, sem hafa erft útlit foreldra sinna og virðast alveg hrikalega vel upp alin, tipp topp krakkar. Þessi fjölskylda er eins sú svalasta í heimi. Enda hafa þau verið kölluð hin konungsfjölskyldan í Bretlandi og eru í miklu uppáhaldi þar.

Síðustu daga hafa þau verið mikið á milli tannana í slúðurpessunni, og í enn eitt skiptið hafa þau þurft að neita þeim sögusögnum að þau séu að skilja.

David var fyrir ekki svo löngu í viðtali í áströlskum sjónvarpsþætti The Sunday Project, þar sem ekkert virtist vera off limit hjá honum. Hafði þáttarstjórnandinn orð á því á instagram síðu sinni eftir viðtalið að hún hefði verið hissa hversu langt hún fékk að ganga með spurningarnar sínar.

David var opinn með hjónaband sitt og sagði að það væri stanslaus vinna, og erfið vinna. Þessi setning hans setti pressuna á yfirsnúning og hafa fyrirsagnirnar úti verið allsvakalegar og því haldið fram að David finnist erfitt að vera giftur Victoriu, og að Victoria hafi grátið í 2 daga samfleytt eftir að hafa heyrt að hann sagði þetta.

Var einhver á herbergisglugganum að fylgjast með Vicci eða?

For crying out loud you gossip people. Það vita allir sem eru í langtímasamböndum, hvort sem maður er giftur eða ekki, að það er vinna. Mikil vinna og stundum erfið vinna. Maður flýgur ekki alltaf um á rósrauðu skýi og ég held að það sé návæmlega það sem David meinti.

Hann nefnir að börnin þurfi sinn tíma með foreldrum sínum, og vinna þeirra beggja krefjist þess að stundum séu þau sitthvoru megin á hnettinum. Ég veit ekki hvort pressan úti sé eitthvað treg til, ég náði fullkomlega því sem hann meinti.

Hann segist hafa lært með tímanum að einbeita sér að því jákvæða og útiloka hið neikvæða sem sé skrifað um þau hjónin, og þau geri allt til að vernda börnin gegn ágangi pressunnar.

Æji vitiði, ég elska hann Davíð minn, og hana Viktoríu ekkert minna. Ég hef alltaf sagt að David sé einn kynþokkafyllsti karlmaður í heimi, og hann verður bara betri með árunum.

Geggjuð bæði tvö og ég held með þeim alla leið og hef fulla trú á að þau muni last forever!

Previous articleI like big butts!
Next articleTvífari Harry prins!
Eiginkona, mamma, Hollywood Expert (heimatilbúinn titill) skemmtikraftur, blómskreytir, bloggari & áhrifavaldur. Mun láta gamminn geisa um allt milli himins og jarðar hér inni....og mun einbeita mér að lífi fræga fólksins sem staðsett er um allan heim!! Hollywood here we come!