Tvífari Harry prins!

0
1751

Ég get svo svarið fyrir það að stórvinur minn Harry prins á tvífara… eða réttara sagt á Filipus prins tvífara. En afi Harrys , Filipus, birtist árið 1957 á forsíðu blaðsins Match, en það var ljósmyndari hinnar konunglegu fjölskyldu sem tók þá mynd sem birtist árið 1957 , og var hann að vekja athygli á hversu líkir þeir séu.

Chris Jackson hefur séð um að smella myndum af bresku konungsfjölskyldunni í fleiri tugi ára og birti hann þessar myndir á instagram síðu sinni.

Þeir eru SVAKALEGA LÍKIR!! WOW

Harry og Meghan eru stödd í Ástralíu um þessar mundir í opinberri heimsókn, og var það kollegi Jackson sem tók myndina af Harry, þar sem hann klæðist sömu hátíðarfötum og afi hans gerði á yngri árum.

Annars halda Meghan og Harry áfram að krútta yfir sig og hefur verið vakin athygli á því að Meghan gangi um annað slagið á flatbotna skóm, en ekki hælum.

Enda kona sem ber barn undir belti og með mikið prógramm í gangi hinum megin á hnettinum. Ég held að það sé nú í lagi.

Það er ótrúlegt hvað breska pressan pælir í ÖLLU í sambandi við konungsfölskylduna.

Royal kveðja á ykkur!!