The Church of Kardashian West

0
1946

Ok, við sem fylgjum Kardashian/Jenner klaninu á samfélagsmiðlum, höfum orðið var við það á sunnudögum að þau eru alltaf í gospel messu undir berum himni, með örugglega 80 manna kór. Mikill söngur, mikið klapp og mörg fræg andlit virðast mæta í þessar messur.

Ég og vinkona mín (sem hatar þegar ég namedroppa hana public, heitir Systa ) erum búnar að velta þessu fram og tilbaka fyrir okkur. Er þetta heima hjá þeim, eru þau að stofna kirkju, til hvers eru þau að stofna söfnuð (ef sú er raunin). Vinkona mín (Systa) las einhversstaðar að kirkjan væri til að þvo peninga… við hlógum af þeirri frétt.

Raunin er sú að Kanye startaði þessum sunnudagskirkjusamkomum, og á hverjum sunnudegi eru lögin hans , gömul og ný ,sungin í gospelútgáfu ásamt fleiri lögum. Messurnar eru haldnar á lóð Kim og Kanyes í Calabasas á hverjum sunnudagsmorgni og byrjuðu þau hjónin á þessu í janúar á þessu ári.

Hver ásæðan er fyrir þessum messum heima hjá Kim og Kanye, og afhverju þau fara ekki bara í kirkju virðist vera óljós. Líklegast þykir ástæðan vera sú að þá geta þau hagað sínum messum eins og þau vilja. Það er prestur á svæðinu, þau ákveða tónlistina og ráða sunnudagspartýinu sjálf. Einnig halda fróðir menn að þetta sé ákveðin markaðssetning hjá Kanye fyrir nýrri tónlist, en hann er þekktur fyrir að fara ótroðnar slóðir í lífinu almennt.

MArgir ÓGEÐSLEGA frægir mæta í þessar messur hjá þeim, Babyface, Paris Jackson, David Letterman ,Paris Hilton og fullt af öðrum nánum vinum þeirra.

Image result for kardashian west gif

Kardashian/West fjölskyldan er orðin ein stærsta og frægasta fjölskyldan í Hollywood, með sambönd allstaðar og þau virðast þekkja alla sem skipta máli.

Og ég meina, þegar þú átt svo mikinn pening að þú veist ekki hvað þú átt að gera við hann…þá hendiru bara í messu einu sinni í viku og býður öllum frægum vinum þínum. Basic.

Image result for money flow gif

Þið fáið fleiri fréttir af frægum hjá mér í instastories!