Eru vandamál í paradísinni hans Bradleys?

0
1829

Pressan er á yfirsnúning núna um gang mála hja Bradley Cooper og Irinu Shayk.

Eru vandamál í paradís? Eru þau ekki lengur hamingjusöm?

Miklar vangaveltur eru nú í gangi um hvort að þau séu við það að skilja, en þau hafa ekki virst neitt sérstaklega glöð saman undanfarið. Paparazzar hafa náð myndum af þeim úti á götum New York, þar sem þau eru dead serious in the face. Einnig fréttist af þeim á veitingastað, þar sem þau áttu í litlum sem engum samskiptum við hvort annað.

Ég veit ekki með ykkur, en þó að ég fari út að ganga með manninum mínum og börnum, að þá er ég ekkert valhoppandi og jafnvel stökkvandi á manninn til að skella á hann einum sleik. Við höfum líka farið útað borða og setið án þess að segja orð. Sem er oft sagt að sé lykillinn að góðu sambandi. Að geta bara verið saman án þess að tala.

Aðalástæðan fyrir þessum vangaveltum er að sjálfsögðu útaf myndinni A Star Is Born, sem er btw möst að sjá í bíó. En þar leika Lady Gaga og Bradley ástfangið par, og þau gera það svo vel að maður vill helst að þau séu saman í alvörunni.

Svipuð tilfinning og þegar ég horfði á Notebook. Ég þráði ekkert meira en að Ryan Gosling og  Rachel McAdams yrðu saman forever. Þau reyndar byrjuðu saman við gerð myndarinnar, en sú ást entist því miður ekki.

En pressan heldur því fram að Lady Gaga sé ástæða þess að það gangi svona illa hjá Bradley og Irinu. Við skulum ekki gleyma því að Lady Gaga er nýtrúlofuð og bullandi ástfangin af unnusta sínum.  Ég held að þetta sé einungis pressan að búa til fyrirsagnir.

Bradley og Irina hafa verið saman síðan 2015 og eiga eins árs gamla dóttur. Ég er nokkuð viss um að þau séu alveg súper happy saman,þó að þau valhoppi ekki um göturnar.

Ég ætla samt að fylgjast með þessu máli – just in case…