Sorgarfréttir hafa borist…

0
3730

Já, ég veit svei mér þá ekki hvernig ég á að rita þessi orð frá mér án þess að fella tár. Ok, mögulega er ég fulldramatísk núna, en ég er heartbroken on the inside.

Kaitlyn og Shawn hafa sent frá sér tilkynningu þar sem þau tilkynna sambandsslit sín og ég get alveg sagt ykkur það að ég varð í alvörunni leið. Þau eru …eða VORU eitt af mínum uppáhaldspörum í Bachelor seríunum og hafa nú gjörsamlega drepið drauma mína um hamingjusamt hjónaband, 5 krakka og Doodle hlaupandi um. Doodle er hundurinn þeirra, ef þið vissuð það ekki.

En ég er búin að finna þetta á mér síðan í sumar. Ég og vinkona mín höfum rætt þetta í nokkra mánuði og ég skrifaði þessa færslu hér fyrir þónokkru síðan.

Þau uxu hratt í sundur þegar Shawn opnaði líkamsræktarstöðina sína BoothCamp, því mikill tími og orka hefur farið í það.

Kaitlyn byrjaði svo með podcastið sitt sem hefur verið gríðarlega vinsælt. Hún er mikið fyrir það að vera útum allar trissur, djamma og ferðast, á meðan Shawn er meira down to earth. Fyrstu 2 árin voru þau alltaf saman og voru svo frigging happy. En svo fóru leiðir þeirra meira og meira í sitthvora áttina og þau fundu bara ekki leiðina tilbaka til hvors annars.

So sad. Þetta er sorgardagur fyrir Bachelor Nation…og Evu Ruzu.

Ég mun halda í vonina þangað til annað hvort þeirra byrjar með öðrum. Þá er þetta endanlega búið í mínum huga…EKKI FYRR. Ég held í eitt hálmstrá, og þetta strá gefur mér von. Von um að kannski sakni þau hvors annars of mikið til að skilja.

Sad Sad kveðja á ykkur kids