0
1900

Næstkomandi föstudagskvöld verður haldið skemmtikvöld í versluninni Signature húsgögn þar sem ný vörulína verður kynnt ásamt glæsilegum endurbótum á efri hæð verslunarinnar. Þetta er klárlega kvöld sem þið ættuð að láta sjá ykkur á, en léttar veitingar verða í boði ásamt glæsilegum gjafapokum fyrir fyrstu gestina.

Dagskráin er ekki af verri endanum en yours truly mun stýra þessu partýi áfram, og þ.m.t uppboði, sem gæti orðið skrautlegt þar sem þetta verður frumraun mín í þeim geiranum.

En ég meina, ég hef horft á milljón uppboð í bíómyndum og séð að uppboðshaldarar eru yfirleitt mjög háværir og ákveðnir og krefjast þess að fólk bjóði mikið í allt sem er í boði. Það verður pís of keik!

Ég mæli líka með því að þið takið þátt í þessu uppboði þar sem allur ágóði þess rennur til styrktar Bleiku slaufunni.

Talandi um bleiku slaufuna, að þá ætla ég rétt að vona að þið séuð búin að splæsa í eina bleika sem kostar 2500 krónur og fæst held ég nánast bara allsstaðar og um allt land! Allur ágóðinn rennur að sjáfsögðu beint til krabbameinsfélagsins.

Þetta skemmtilega kvöld hefst kl 18:00 og stendur til kl 21:00.

Ein skærasta stjarna okkar Íslendinga mun mæta gullinhærður og fagur með gítarinn að vopni og taka lagið fyrir partýgesti… og já þið giskuðuð á rétt. Ég er að tala um Herra Jón Jónsson.

Ég hef sagt það áður þegar ég hef kynnt annan hvorn af þeim bræðrum á svið, að ekki veit ég hvað móðir þeirra borðaði á meðgöngunni með þá bræður (jón og frikka), en eitthvað aukavítamín var í þeim mat!!!

Ég sé ykkur eldhress á föstudaginn!!