Ó Trump. Þú átt bara ekki séns!

0
1820

Ef það er einhver maður sem hægt er að krítísera á hverjum einasta degi, að þá er það einn valdamesti maður í heimi, Donald Trump. Þessi maður á bara ekki séns í almúgann, og dayum hvað ég skil fólk vel, og skoðanir þess á honum.

Í gær birtust myndir af Donna í Flórída þar sem hann var staddur ásamt eiginkonu sinni Melaniu. Ok all good, Donni og Mel í Flóró…og það var rigning. Það virðist vera að þegar rignir að þá er Donni alltaf tilbúinn með risastóra regnhlíf með sér. Frábært, hann er við öllu búinn.

Nema ástæðan fyrir því að þetta varð að frétt er sú, að maðurinn virðist bara ekki vilja deila regnhlíf með neinum. Ekki einu sinni konunni sem hann þykist elska og fæddi honum barn. Ég skýt hér fast á Donna með að segja hann þykjast elska Mel, en ég er ekki viss um að sú ást risti djúpt hjá gamla.

Hann hélt regnhlífinni fyrir sig og lét regnið dynja á Melaniu.

Ekki í fyrsta sinn, en það er eftirminnilegt þegar  hann gekk ásamt fleira mikilvægu fólki (viðurkenni að ég veit ekki hvað þetta fólk gerir) og prúðbúin kona gekk fyrir aftan hann, og lét sig rigna niður á meðan hann hélt sér skraufaþurrum undir stóru regnhlífinni.

Ég veit ekki með ykkur, en ef þetta hefði verið pabbi minn eða eiginmaður, þá hefðu þeir afhent regnhlífina af hendi og verið skítsama þó þeir myndu blotna. ÞVÍ ÞEIR ERU HERRAMENN!!

Einnig eru til myndir af honum frá því í janúar þegar hann er að stíga um borð í Air Force One forsetaflugvélina, og sonur hans Baron stendur i rigningunni, but daddy, hann er þurr og fínn undir regnhlíf.

Ég get sagt ykkur að nýjasta regnhlífarmálið hefur kveikt í Twitter þar sem notendur þar láta gamminn geysa!

Ohh Trump. Þessi maður. Ég hef sjaldan vitað mann sem kemur jafn illa fram við konur og hann. Stormy Daniels málið er enn í hámarki, og ég er ekki frá því að þetta mál sé að toppa mál Bills Clinton sem ég skrifaði um hér.

Trump er nýbúinn að láta þau orð falla um Stormy að hún sé ,,horseface”

Horseface? Really Trump? Stay classy.

Annars er ég DUGLEG að henda inn stuttum fréttum af frægum í instastory hjá mér á instagram: evaruza , þannig að zippið ykkur yfir, followið og þið munið ná að fylgjast með öllu því merkilega og ómerkilega sem gerist í heimi hinna frægu