Afmælisbarn dagsins, King Schumacher

0
1925

Fjölskylda Formúlu 1 goðsagnarinnar, Michaels Schumacher, sendi frá sér sjaldgæfa tilkynningu i tilefni 50 ára afmælis Schumacher sem er í dag, 3. janúar. Þar þakka þau aðdáendum hans fyrir stuðninginn og velvildina sem fólk hefur sýnt þeim síðastliðin ár.

Einnig greindu þau frá því að þau væru að senda frá sér app sem á að vera einsskonar sýndarveruleika safn þar sem hægt er að skoða allt milli himins og jarðar sem tengist Schumacher og hans sigrum á kappakstursbrautinni.

Þau gefa ekki mikið upp um heilsu Schumacher en segja að hann að sé í bestu mögulegu höndum og sé að fá bestu umönnun sem hægt sé að fá.

Heimsbyggðin man eflaust eftir því þegar Schumacher slasaðist alvarlega í lok desember 2013 í skíðaslysi.

Hann féll á skíðunum og lenti með höfðuðið á stein sem braut hjálminn hans í tvennt. Hann skaðaðist alvarlega á heila við höggið og var haldið í dái fram í júní 2014, eða í 6 mánuði.

Hann var þá fluttur á fjölskyldusetur sitt sem var í raun lokað af og enginn komst að þeim nema nánustu aðstandendur.

Fjölskyldan hefur verið einstaklega lokuð með að gefa frá sér upplýsingar um líðan Schumacher og hefur ekki birst mynd af honum síðan slysið átti sér stað. Enginn veit í raun hvernig Schumacher lítur út í dag, eða hvernig líkamlegt og andlegt ástand hans er.

Eina sem er vitað er það að hann getur ekki gengið, en nærist samt sem áður ekki í gegnum slöngur. Meðhöndlunin sem hann fær kostar um 50.000 pund á viku. Schumacher er legend í kappakstursheiminum og hefur enginn komist með tærnar þar sem hann hafði hælana. Veldi Schumacher er metið á 790 milljón dollara.

Hann er giftist eiginkonu sinni Corinnu árið 1995 og á með henni tvö börn, fædd ´97 og ´99.

Corinna hefur staðið eins og klettur við hlið hans og séð til þess að fréttum af honum sé ekki lekið í fjölmiðla.

Fjölmiðlar erlendis og keppendur F1 keppast við að senda Schumacher afmæliskveðjur og ljóst er að hans er saknað í Formúlu 1 heiminum.

Til hamingju með afmælið elsku Schumacher. Ég vona að allir góðir vættir gefi þér og fjölskyldu þinni gleði og hamingju þrátt fyrir allt sem á undan hefur gengið.